Inngangur

Við í Samkaupaliðinu getum verið stolt af þeim árangri sem við náðum árið 2022.

INNGANGUR

Ávarp stjórnenda

Hjá Samkaupum starfa um 1.400 manns en Samkaup reka 64 matvöruverslanir um allt land undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Starfsmannahópur Samkaupa er stór en samheldinn. Mikil áhersla er lögð á að starfsfólki líði vel og er það hvatt til að nýta sér þær mörgu leiðir sem Samkaup bjóða upp á til vellíðunar og framgangs, bæði í starfi og persónulega. Þar má helst nefna öfluga menntastefnu, velferðarþjónustu, sem sniðin er að þörfum hvers og eins, og jafnréttisstefnu sem skarar fram úr.

Við viljum að það sé eftirsóknarvert að starfa hjá Samkaupum og því tekur starfsfólkið okkar þátt í að þróa og bæta starfsumhverfi sitt. Samskipti og samtal innan hópsins eru starfsmönnum Samkaupa mikilvæg. Á árinu var Samkaupadagurinn haldinn hátíðlegur þar sem um 400 starfsmenn komu saman í vinnustofu til að vinna að því að verða besta verslunarfyrirtækið á Íslandi. Hápunktur ársins var sjálf árshátíðin þar sem um 1.000 einstaklingar komu saman í Hörpu, alls staðar að af landinu, til að hafa gaman saman.

Það verður aldrei of oft sagt að mannauðurinn er okkar helsti styrkur og við ætlum að halda áfram að stuðla að góðum samskiptum við allt fólkið okkar.

Náum eftirtektarverðum árangri!

Samkaup hlutu Menntaverðlaun atvinnulífsins 2022 en verðlaunin eru veitt árlega því fyrirtæki sem þykir skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Þetta var í níunda sinn sem verðlaunin voru veitt og í annað sinn sem Samkaup hlutu heiðurinn. Við erum stolt af því hversu heildstæða nálgun fyrirtækið hefur náð í þróun á menntavegferð verslunarfólks.

Samkaup hlutu Blaze Awards 2022 í flokki Synergist, jafnréttisverðlaun sem veitt eru til þeirra fyrirtækja á Norðurlöndunum sem hafa skuldbundið sig til að vinna að bættu jafnrétti.

Blaze-verðlaunin fagna brautryðjendum – einstaklingum og stofnunum – sem sýna frumkvæði í jafnréttismálum. Litið er til áherslu fyrirtækja á fjölbreytileika í starfsmannahópnum, þátttöku þeirra í samfélaginu, jafnrétti í víðara samhengi en kynjajafnrétti og að allt starfsfólk fái tækifæri til að tilheyra í vinnunni og í samfélaginu.

Samkaup hlutu einnig Jafnvægisvogina 2022, viðurkenningu FKA tilfyrirtækja sem stefna að 40/60 kynjahlutfalli í efsta stjórnendalagi og hafagripið til aðgerða til að ná því fram. Lesið meira um það í kaflanum umjafnrétti. 

Við erum stolt af því hversu heildstæða nálgun fyrirtækið hefur náð í þróun á menntavegferð verslunarfólks.

Höldum áfram!

Síðasta haust opnuðu Samkaup fjórðu verslunina þar sem lögð er aukináhersla á umhverfisvernd, Nettó að Selhellu í Hafnarfirði. Kælikerfið er keyrtá koltvísýringi (CO₂) í stað annarra óumhverfisvænnikælimiðla. Umhverfissjónarmið verða áfram höfð að leiðarljósi þegar nýjarverslanir opna eða eldri verslanir þurfa uppfærslu. 

Nettó hefur vakið athygli á landsvísu fyrir framtak sitt í að sporna viðmatarsóun ásamt samstarfi sínu við Hjálpræðisherinn til að nýta matvæli ennbetur. Nettó leggur auk þess áherslu á að bjóða neytendum upp á úrval afumhverfisvænum og lífrænum vörum. 

Það er margt spennandi á döfinni hjá Samkaupum árið 2023. Fylgist með!

Framkvæmdastjórn Samkaupa

Gunnar Egill Sigurðsson
Forstjóri 

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir
Framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs

Gunnur Líf Gunnarsdóttir
Framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs

Hallur Heiðarsson
Framkvæmdastjóri innkaupa- og vörustýringarsviðs

INNGANGUR

Um Samkaup

Samkaup reka 64 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslunarmerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.

Samkaup leggja áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður með öflugaframlínu. Hjá félaginu starfa rúmlega 1.400 starfsmenn í rúmlega 640 stöðugildum.

Samkaup starfa á íslenskum dagvörumarkaði og byggja rekstur sinn ágæðum, góðri þjónustu og fjölbreyttu vöruvali á eins hagstæðu verði og völ erá. Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er fjölbreytni og sveigjanleiki til þess aðuppfylla hinar ýmsu þarfir viðskiptavina sem og tengsl við viðskiptavini í öllum byggðum landsins. 

Eftirsóknarverður vinnustaður

Meginmarkmið Samkaupa er að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar semlögð er áhersla á jákvæða og heilbrigða menningu, jafnrétti og opin samskipti,sterka liðsheild þvert á vörumerki félagsins, tækifæri starfsfólks til aukinnarmenntunar, fræðslu og starfsþróunar og góða upplýsingamiðlun. FyrirtækjamenningSamkaupa stuðlar að því að allir starfsmenn fá tækifæri til að þroskast, bæðipersónulega og í starfi.

Jafnrétti á vinnustaðnum og jafnrétti í samfélaginu hafa verið sérstökáhersluverkefni hjá Samkaupum síðustu ár. Samkaup hafa sett sér skýra stefnu íjafnréttismálum sem er órjúfanlegur hluti af heildarstefnu félagsins.

Framkvæmdastjóri og stjórn Samkaupa hafa skuldbundið sig í allristefnumótun til þess að stuðla að auknu jafnrétti og samþykktu jafnréttisáætlun2022 sem inniheldur aðgerðaáætlun til ársins 2025. Hjá Samkaupum er lögðáhersla á að allt starfsfólk sé metið að verðleikum og njóti jafnra tækifæra ávinnustaðnum. Starfsfólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar eðaþjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, fötlunar, skoðana eða annarra þátta.

Gildin okkar

Gildi Samkaupa, kaupmennska, áræðni, sveigjanleiki og samvinna, eru hornsteinar í starfi Samkaupa og leiðarljós í að gera Samkaup aðeftirsóttum vinnustað þar sem jafnrétti og jafnræði allra eru virt og þar semallir einstaklingar hafa jöfn tækifæri á öllum sviðum. Lykillinn að velgengniSamkaupa eru starfsfólk fyrirtækisins.

INNGANGUR

Samkaup í tölum

64
matvöruverslanir um allt land
1.400
starfsmenn um allt land
40
milljóna króna styrkúthlutanir
0,2%
launamunur milli kynja
70.000
hafa sótt Samkaupa-appið
11%
lækkun á kolefnisfótspori
INNGANGUR

Hápunktar ársins

Ný og endurbætt netverslun 

Nettó opnaði formlega sína eigin netverslun í nóvember 2022. Á netto.is er hægt að panta vörur beint í stað þess að fara í gegnum aha.is eins og hafði verið fram að því. „Það gleður okkur að geta nú boðið upp á þá framúrskarandi þjónustu á netinu sem við höfum stefnt að í langan tíma. Viðbrögðin hafa sannarlega farið fram úr okkar björtustu vonum og það er frábært að koma svona öflug inn í jólatímabilið, þar sem við getum tekið þátt af fullum krafti í Black Friday, Cyber Monday og allri jólaverslun,“ sagði Dagbjört Vestmann Birgisdóttir, rekstrarstjóri netverslunar Nettó.  

Ný, græn Nettó opnar í Hafnarfirði

Fjórða græna verslun Nettó opnaði við Selhellu í Hafnarfirði í byrjun nóvember 2022. Í versluninni er ávaxta- og grænmetistorg og ein glæsilegasta heilsuvörudeild landsins.  
„Við erum einstaklega stolt af að geta opnað hér græna verslun þar sem öll tæki og starfsemi eru keyrð á koltvísýringi (CO₂), umhverfisvænum orkumiðli. Eingöngu LED-lýsing er notuð og frystar og kælitæki eru öll lokuð en það eitt og sér stuðlar að gífurlegum orkusparnaði samanborið við hefðbundin kælitæki. Við sjáum einnig fyrir okkur að þegar framí sækir verði öllum kælitækjum Nettó skipt út fyrir þessa gerð kælitækja. Það er gaman að geta boðið viðskiptavinum á Völlunum upp á þennan umhverfisvænsta kost sem völ er á í dag,“ sagði Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó.  

Samkaup hljóta norræn jafnréttisverðlaun

Norræna jafnréttisverðlaunahátíðin Blaze Awards 2022 fór fram í Osló í ágúst og urðu Samkaup hlutskörpust í flokki samvirkni (e. synergist) á Norðurlöndunum. Flokkurinn nær yfir fyrirtæki sem hafa skuldbundið sig til að vinna að bættu jafnrétti innan fyrirtækisins og með þeim hætti haft áhrif út í nærsamfélagið.  
Verðlaunin hlutu Samkaup fyrir jafnréttisátakið Jafnrétti fyrir öll – Samkaup alla leið, í samvinnu við Samtökin '78, Þroskahjálp og Mirru fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk. Samkaup öttu kappi við önnur öflug norrænfyrirtæki, Spotify frá Svíþjóð, Futurice frá Finnlandi, Develop Diverse frá Danmörku og Sopra Steria frá Noregi. 

Samkaup lækka verð á yfir 400 vörunúmerum   

Samkaup tilkynntu í september að þau hefðu lækkað verð á yfir 400 vörunúmerum undir vörumerkjum Änglamark og lágvöruverðsmerkinu X-tra í öllum verslunum sínum og ætluðu að bjóða viðskiptavinum upp á sambærilegt verð eða lægra en það var í upphafi árs. Um ræðir 10% verðlækkun á vörunúmerunum, sem tók gildi um leið, og héldust verð óbreytt a.m.k. til áramóta. Markmiðið var að sporna gegn áhrifum verðbólgu á dagleg innkaup landsmanna.  

Samkaup stofna jafnréttisráð

Sérstakt jafnréttisráð Samkaupa var sett á laggirnar á jafnréttisdögum fyrirtækisins sem fram fóru í október. Alls buðu 20 einstaklingar sig fram og sitja nú í ráðinu sem miðar að því að skapa vettvang fyrir starfsfólk til að hafa áhrif á vinnustaðinn, bæði inn á við og út á við. Þá hafa meðlimir ráðsins umboð til að taka á málum sem koma upp er varða starfsfólk eða viðskiptavini. Auk þess sem koma þeir til með að sjá um fræðslu.  

Samkaup hlutu Menntaverðlaun atvinnulífsins

Í apríl hlutu Samkaup Menntaverðlaun atvinnulífsins 2022 en verðlaunin voru afhent á Menntadegi atvinnulífsins í Hörpu. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa, og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, tóku í sameiningu við verðlaununum. Menntaverðlaun atvinnulífsins eru veitt árlega því fyrirtæki sem þykir skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Þetta var í níunda sinn sem verðlaunin voru veitt og í annað sinn sem Samkaup hlutu verðlaunin.

Í rökstuðningi dómnefndar sagði: „Ljóst er að Samkaup leggja mikinn metnað í vera eftirsóknarverður vinnustaður með markvissri uppbyggingu starfsfólks þar sem lögð er áhersla á tækifæri þess til að eflast og þroskast, bæði persónulega og í starfi. Mjög jákvætt er að sjá þá áherslu sem lögð er á fjölbreyttar menntaleiðir innan fyrirtækisins sem ná til breiðs hóps starfsfólks sem einnig miðlar þekkingunni á milli vinnustöðva innan fyrirtækisins.“