Samfélagið

Samkaup leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri starfseminni sem endurspeglar metnað fyrirtækisins að vera traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu.

SAMFÉLAGIÐ

Samfélagsstefna Samkaupa

Samfélagsstefna Samkaupa er hluti af heildarstefnu fyrirtækisins og undir hana heyrir einnig umhverfisstefna félagsins. 

Samkaup virða væntingar lykilhagsmunaaðila til fyrirtækisins og móta áherslur í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum með þær að leiðarljósi. Gildi Samkaupa; kaupmennska, áræðni, samvinna og sveigjanleiki, eru hornsteinar í starfi Samkaupa og leiðarljós í að gera Samkaup að eftirsóknarverðum vinnustað þar sem jafnrétti og jafnræði allra eru virt.

Markmið Samkaupa er að vinna markvisst að því að bæta samfélagið, nærsamfélagið, um allt landið og á heimsvísu. Til þess kappkosta Samkaup að vera með skýra samfélagsstefnu, siðareglur um hegðun fyrirtækisins og metnaðarfull markmið í takt við þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samræmast starfsemi fyrirtækisins.

Samfélagsverkefni Samkaupa beinast aðallega að því sem tengist starfsemi fyrirtækisins beint og varða einkum starfsfólk, viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila, vörur og þjónustu. Þá snúa þau einnig að stuðningi við verkefni sem stuðla að betra samfélagi án þess að þau tengist starfseminni.

umhverfið

Styrktarmál

Á hverju ári veita Samkaup milljónum í styrki til að styðja mikilvæg málefni af ýmsum toga, æsku- og forvarnarstarf, lýðheilsu-, umhverfis- og góðgerðarmál.

Samfélagssjóður Samkaupa

Eitt af viðfangsefnum Nettó/Kjörbúðarinnar í samfélagslegri ábyrgð er að veita styrki til samfélagsverkefna (auglýsingasamningar til meistaraflokka eru ekki hluti af samfélagssjóði Nettó). Samfélagssjóður Nettó veitir árlega 20 m.kr. í styrki um land allt, Kjörbúðin 10 m.kr. og Krambúðin og Iceland allt að 2 m.kr.

Styrkirnir endurspegla áherslur fyrirtækisins varðandi þátttöku í samfélaginu og snúa að eftirfarandi flokkum: 

Heilbrigður lífsstíll

Hollur matur, næring, heilsueflandi forvarnir, hreyfing og íþróttir.

Æskulýðs- og forvarnarstarf

Hvers kyns æskulýðs- og félagsstarf barna og ungmenna, forvarnir sem snúa að börnum og ungmennum og íþróttir barna og ungmenna.

Umhverfismál

Minni sóun, endurvinnsla, hagkvæm nýting auðlinda, sjálfbærni, vistvæn þróun og loftslagsmál.

Mennta-, menningar- og góðgerðarmál

Menntamál sem snúa að verslun, mannúðarmál, góðgerðar- og hjálparstarf, listir og menningarmál.

Samfélagið

Aðgerðir í samfélagsmálum

Samkaup veita milljónum til góðgerðarmála

Nettó, Kjörbúðin og Krambúðin afhenda árlega styrki í formi inneignarkorta og voru styrkirnir í fyrra afhentir Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarfi kirkjunnar. Félögin sjá svo um að koma inneignarkortunum í hendur þeirra sem þurfa fyrir jólin. Nettó hefur veitt jólastyrki um árabil og hefur fyrir löngu skapast sú hefð að styðja við efnaminni fjölskyldur á Íslandi með þessum hætti í aðdraganda jóla. 

„Við finnum sterkt fyrir því að svona styrkir skipta gífurlegu máli. Samkaup hafa lagt ríka áherslu á að leggja sitt á vogarskálarnar til að styðja við þau sem á þurfa að halda í kringum jólahátíðarnar um allt land og í ár var engin breyting þar á. Auk þess að afhenda þessa styrki í dag verður framhald á verkefninu og munu verslunarstjórar víðsvegar um landið sjá um að útdeila kortum til hjálparstofnana í hverju nærsamfélagi fyrir sig. Það var ákaflega góð tilfinning að koma kortunum í hendur þessarra stjórnenda sem sinna jafn óeigingjörnu starfi og raun ber vitni og vita að kortin munu sannarlega koma sér vel hjá fjölskyldum um allt land,“ sagði Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, við afhendinguna.

Auk Mæðrastyrksnefndar, Fjölskylduhjálpar Íslands og Hjálparstarfs Kirkjunnar hlutu Mataraðstoð/Matargjafir Akureyrar og nágrennis, Velferðarsjóður Suðurnesja, Rauði Krossinn á Egilsstöðum, Samfélagssjóðurinn á Höfn, Sjóðurinn góði, Matargjafir á Ísafirði, Borgarneskirkja og Samfélagssjóðurinn á Húsavík styrki í fyrra. 

Næring og fatnaður til Úkraínu

Samkaup afhentu Golfsambandi Íslands næringu, próteinstykki og annan þurrmat, ásamt fatnaði, fyrir fólk á átakasvæðum Úkraínu og virkjuðu söfnun í samstarfi við Rauða krossinn í Samkaupa-appinu. 
„Það er okkur bæði ljúft og skylt að leggja okkar að mörkum og við höfum hvatt starfsfólkið okkar og sömuleiðis almenning í gegnum okkar miðla til að taka þátt. Það eru fjölmargar leiðir til að hafa áhrif og allt skiptir máli. Við höfum til að mynda virkjað hnapp inni í Samkaupa-appinu okkar sem leiðir notendur inn á framlagasíðu Rauða krossins á einfaldan hátt og við vonumst innilega til að okkar viðskiptavinir láti sitt ekki eftir liggja. Margt smátt gerir eitt stórt og við viljum gjarnan greiða aðgengi þeirra sem vilja og geta lagt málefninu lið með þessum hætti,“ sagði Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 

Samkaup í brautryðjendahópi SoGreen

Samkaup eru einn bakhjarla verkefnisins SoGreen sem vinnur að loftslagslausn og að auka tækifæri stúlkna í lágtekjuríkjum til menntunar. 
Vísindin að baki loftslagslausninni Menntun stúlkna í lágtekjuríkjum eru ekki ný af nálinni og hafa t.a.m. skýrslur milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) bent á þann stóra þátt sem menntunarstig kvenna (e. female educational attainment) á í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í framtíðinni. Drawdown, alþjóðleg samtök loftslagsvísindafólks, benda jafnframt á að menntun stúlkna er meðal áhrifaríkustu loftslagslausna heims.
SoGreen hóf vegferðina í Sambíu í janúar 2023 með 5 ára verkefni sem tryggja mun allt að 200 stúlkum gagnfræðaskólamenntun og framleiðslu um 14.720 kolefniseininga. Um er að ræða fyrsta loftslagsverkefni sinnar tegundar í heiminum. Verkefnið leiðir ekki aðeins til mikils samdráttar í framtíðarlosun gróðurhúsalofttegunda, heldur tryggir einnig mannréttindi berskjaldaðra stúlkna, eykur jafnrétti og eflir fátæk samfélög í framlínu loftslagsbreytinga.

Samkaup styrkja Pepp-samtökin

Samkaup og Pepp Ísland undirrituðu samning þess efnis að  samtökin fengju að opna fjölskyldu- og fjölmenningarsetur á Arnarbakka í júlí 2022. Um ræðir rými þar sem verslun Iceland var áður til húsa. Að auki munu Samkaup styrkja samtökin um húsgögn og matvæli sem munu nýtast í starfinu. 

Pepp Ísland er fulltrúi EAPN á Íslandi, grasrótarsamtaka gegn fátækt, en starf þeirra byggir á jafningjafræðslu fyrir fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun. Í samtökunum starfa sjálfboðaliðar sem þekkja fátækt og félagslega einangrun frá fyrstu hendi og fara úr hlutverki þiggjanda yfir í að veita fólki í sömu sporum aðstoð. 

Pepp Ísland var áður til húsa í Mjódd en færir sig nú í talsvert stærra rými á Arnarbakka sem kemur til með að nýtast vel undir alla þá fjölbreyttu þjónustu sem samtökin bjóða upp á, m.a. Fjölskyldufjör þar sem barnafjölskyldum gefst kostur á að mæta einu sinni í viku og fara í stuttar vettvangsferðir þeim að kostnaðarlausu. Í fyrrasumar mættu tæplega fimm þúsund og fjögur hundruð börn og fullorðnir og tóku þátt í skipulögðu sumarstarfi Pepp. 

„Pepp Ísland vinnur mikilvægt og metnaðarfullt starf sem við fáum tækifæri til að styðja með þessum hætti. Jákvæðni og valdefling eru meginstef samtakanna og það starf sem unnið er innan þeirra er í alla staði aðdáunarvert. Samkaup hafa lagt ríka áherslu á að styðja fjölbreytt verkefni sem snerta samfélagið frá ýmsum hliðum og við erum ákaflega ánægð með að geta lagt okkar framlag á vogarskálarnar hér,“ sagði Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa, við undirritun samningsins. 

„Það er svo mikilvægt í starfi eins og okkar að geta tekið á móti fólki úr fátækt og félagslegri einangrun með reisn og það gætum við ekki án stuðnings samfélagsins og samfélagssinnaðra fyrirtækja eins og Samkaupa. Við hlökkum til enn frekari samvinnu sem færir okkur nær því takmarki að styðja betur við jaðarsettari hópa samfélagsins um leið og við spornum gegn sóun,“ sagði Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp. 

Skýr afstaða með hinsegin fólki

Samkaup voru styrktaraðili Hinsegin daga, Reykjavík Pride, í ágúst síðastliðnum. Fyrirtækið styrkti hátíðina beint auk þess að halda viðburð utan dagskrár í Krambúðinni Laugarlæk og skreyta verslanir sínar með regnbogum. 

Samstarf Samkaupa við Samtökin '78 á sér forsögu en fyrirtækið setti af stað átakið „Jafnrétti fyrir öll – Samkaup alla leið“ haustið 2021. Markmiðið var að varpa ljósi á hvar fordómarnir geta legið og skapa fordómalaust umhverfi innan Samkaupa, fyrir allt starfsfólk og aðra sem að vinnustaðnum standa. Átakið fól meðal annars í sér samstarf við Samtökin '78, Þroskahjálp og Mirru, rannsókna- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk, um fræðslu fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir viðleitni sína til að auka fjölbreytni.

„Við höfum lagt mikla áherslu á að vera fjölbreyttur vinnustaður og erum m.a. í samstarfi við Samtökin '78 um fræðslu auk þess sem starfsmenn okkar geta nýtt sér ráðgjöf samtakanna sér að kostnaðarlausu. Nú þegar hatursorðræða virðist því miður aftur vera farin að láta á sér kræla finnst mér afar mikilvægt að fyrirtæki og vinnustaðir taki skýra afstöðu með hinsegin samfélaginu eins og öðrum minnihlutahópum, ekki aðeins á tyllidögum, eins og á Hinsegin dögum, heldur alla daga. Við hökkum til að skemmta okkur í Gleðigöngunni og alla vikuna,“ sagði Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa.

Samfélagið

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Samkaupa

Ein af aðalhugsjónum Samkaupa er að vinna markvisst að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Eftir langa umhugsun tóku Samkaup ákvörðun um að vinna að eftirfarandi 8 af 17 heimsmarkmiðum:

4
5
8
9

Nám og menntun fyrir starfsfólk

3
12
13

Samfélagsstyrkir

4
5
8
9

Samfélagsstyrkir

3
4
5
8
9

Rafrænn fræðsluvettvangur starfsfólks

5
12

Jafnréttisáætlun

8
12

Jafnlaunavottun

5
8
9

Ráðning starfsmanna með fötlun

12

Loftslagssáttmáli

12
13

Kolefnisjöfnun – Kolviður

12

Samfélagsskýrsla

12

Minni matarsóun

12

Auka vægi fjölnota poka

13

Minna umbúðaplast

12
13

Niðurbrjótanlegir ávaxtapokar

13

Útskipting kælimiðla

13

Umhverfisvænir burðarpokar í netverslun

13

Útrýma plasti í ávöxtum og grænmeti

13

Fækka útsendum reikningum

15

Opinn skógur

Samfélagið

Heilsuefling og forvarnir

Samkaup leggja mikla áherslu á heilbrigðan lífsstíl, taka þátt í mörgum heilsuhvetjandi verkefnum, styrkja íþróttastarf og bjóða upp á mikið úrval af heilsuvörum á góðu verði.

Heilsu- og lífsstílsdagar Nettó

Heilsu- og lífsstílsdagar Nettó eru haldnir tvisvar á ári, í janúar og september, síðan 2011 og hafa vinsældir þeirra aukist frá ári til árs.

Þessa daga eru verslanir pakkfullar af spennandi tilboðum, hægt er að taka þátt í vinningsleikjum á samfélagsmiðlum og boðið er upp á kynningar og ráðgjöf í verslunum. Í tilefni Heilsudaga kemur út vandað Heilsublað með upplýsingum um vörutilboð, girnilegum og hollum uppskriftum, spennandi viðtölum og fróðleiksmolum um heilnæman og góðan lífsstíl.

Á Heilsudögum Nettó er boðinn veglegur afsláttur af lífsstíls- og heilsuvörum á 3.000 vörunúmerum, t.d. lífrænum vörum, hollustuvörum, vegan vörum, ketó vörum, bætiefnum og mörgu fleira.

Úrvalið eykst frá ári til árs og hefur aldrei verið meira. Allir geta fundið eitthvað sem hentar þeirra heilsu og lífsstíl hvort sem markmiðið er að minnka sykurát, leggja ríkari áherslu á lífrænt fæði eða sýna umhverfinu meiri umhyggju. Þetta er í takt við aukna meðvitund Íslendinga um mikilvægi heilbrigðs lífernis.

Við erum afar þakklát okkar viðskiptavinum fyrir að gera Heilsudaga að þeim stórviðburði sem þeir eru, því áhugi og endurgjöf frá viðskiptavinum okkar veita okkur klárlega hvatningu til að stækka og bæta stöðugt úrvalið af hollum og lífrænum valkostum í verslunum Nettó.

Boðið var upp á fjölbreyttar vörukynningar og ráðgjöf til viðskiptavina, t.d. hélt Ragga nagli erindi í verslunum.

Meistaramánuður 

Samkaup eru bakhjarl Meistaramánaðar sem haldinn er í október ár hvert. Í Meistaramánuði skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Markmiðin geta verið stór og smá en í gegnum árin hafa þátttakendur til að mynda sett sér markmið um að heimsækja ömmu og afa oftar, taka mataræðið í gegn, lesa fleiri bækur, klífa fjöll, mála myndir, hlaupa ákveðið marga kílómetra eða fara fyrr á fætur.

„Við erum ótrúlega stolt af því að vera bakhjarl Meistaramánaðar. Þetta er eitt vinsælasta verkefni undanfarinna ára þar sem fólk er hvatt til að setja sér markmið og jafnvel deila þeim með öðrum,“ sagði Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs hjá Samkaupum. „Meistaramánuður fellur vel að starfsemi og gildum Samkaupa. Félagið hefur sett sér markmið er snúa að heilsueflingu, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk, og er með sérstöðu og framsækni þegar kemur að heilsutengdum vörum.“

Fólk var hvatt til að taka þátt og því boðið að skrá sig til leiks á meistaramanudur.is og 1.500 manns, fyrir utan starfsfólk Samkaupa, sló til. Boðið var upp á hvatningu og fróðlega fyrirlestra á Facebook-síðu Meistaramánaðar og 1.200 til 1.500 einstaklingar fylgdust með. Einnig var hægt að taka þátt í ýmsum vinningsleikjum.

Átakið var ekki síst árangursríkt m.t.t. hóp- og heilsueflingar starfsfólks Samkaupa en skemmtileg stemning skapaðist á mjög mörgum starfsstöðvum Samkaupa þar sem starfsfólk deildi markmiðum sínum og hvernig gekk að vinna að þeim. Einnig var mikið lagt í að gera Meistaramánuði hátt undir höfði á Workplace-síðu alls starfsfólks Samkaupa. Þar voru ýmsir fróðleiksmolar birtir ásamt fræðslumyndböndum sem voru sérstaklega unnin fyrir Samkaup og Meistaramánuð og stuðluðu að árangursríkri markmiðasetningu og góðri lýðheilsu.

Við erum ótrúlega stolt af því að vera bakhjarl Meistaramánaðar. Þetta er eitt vinsælasta verkefni undanfarinna ára þar sem fólk er hvatt til að setja sér markmið og jafnvel deila þeim með öðrum.
Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs

Styrkir til íþrótta- og æskulýðsstarfs

Nettó og Kjörbúðin hafa gert styrktarsamninga við golfklúbba um allt land og sumarið 2022 voru Nettó golfmót haldin víða um land sem hluti af áskorendamóti og unglingamótaröð GSÍ.

Samfélagið

Nýsköpun í verki

Samkaup hvetja til nýsköpunar og stuðla að nýsköpun á öllum sviðum, ekki aðeins í tengslum við tækninýjungar heldur einnig vinnuferli, grænar lausnir, minni sóun, menntun starfsfólks, o.s.frv. 

„Það að vera með hóp af fólki með ólíkan bakgrunn og af ólíkum uppruna ýtir undir nýsköpun og þegar raddir ólíkra aðila fá að heyrast innan fyrirtækisins koma fram fjölbreyttari sjónarmið. Þegar fjölbreytni í starfsmannahópi er markmið, eru Samkaup þess fullviss að ávinningurinn er langtímaárangur þar sem ólíkt starfsfólk kemur með nýjar hugmyndir, ferla og stefnur. Með þessu eykst skilvirkni innan starfa fyrirtækisins, sem skilar sér í auknum hagnaði til lengri tíma litið, og ánægja starfsfólks eykst, sem skilar sér í betri upplifun viðskiptavina af þjónustu, sem aftur skilar aukinni sölu,“ sagði Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum.

Nýsköpunarkeppni Samkaupa

Samkaup voru bakhjarl Nýsköpunarviku sem haldin var í Hörpu 16.–23. maí. Í tengslum við hana efndu Samkaup til nýsköpunarkeppni fyrir starfsfólk sitt.

Óskað var eftir nýjum hugmyndum að því hvernig bæta mætti núverandi starfsferla eða sniðugum nýjungum í tengslum við vöru og þjónustu sem myndu gagnast starfsfólki og/eða viðskiptavinum. Starfsfólk var hvatt til að taka þátt, hugsa út fyrir kassann og senda inn hugmyndir. Hugmyndunum var komið til dómnefndar. Í henni voru utanaðkomandi einstaklingar úr atvinnulífinu sem allir höfðu komið að frumkvöðlastarfi á einhvern hátt. Rúmlega 50 hugmyndir bárust í keppnina, m.a. sérkjör til nemendahópa, hollt snjallnesti fyrir börn og uppskeruhátíð bænda. Dómnefndin valdi sjö hugmyndir sem starfsfólk átti að kjósa um. Steinar Bragi Laxdal átti hugmyndina sem hlaust flest atkvæði og varð þar með sigurvegari Nýsköpunarkeppni starfsmanna Samkaupa 2022. Hugmyndin sneri að því að nemendafélög í framhaldsskólum fengju sérkjör á vörum í gegnum Samkaupa-appið. Hann hóf svo í kjölfarið samstarf við tæknideild Samkaupa til að gera hugmyndina að veruleika.

MEMA nýsköpunarhraðall

Samkaup voru bakhjarl nýsköpunarhraðalsins MEMA fyrir nemendur í framhaldsskóla. Yfirskrift hraðalsins í ár var Ekkert hungur en árlega er unnið með eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og er áhersla lögð á að hver og einn hópur kynni sérmarkmiðið og þær áskoranir sem skilgreindar hafa verið fyrir Ísland. Útgangspunkturinn í ár var að útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi, bæta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. 

Nýsköpunarhraðallinn vinnur markvisst með nýsköpun og frumgerðarsmíð framhaldsskólanemanna með það fyrir augum að efla tæknimenntun og þverfaglega samvinnu í námi. Í hraðlinum fá nemendur tækifæri til að efla skilning sinn á hvernig leysa megi raunveruleg vandamál í samfélaginu og geta fengið aðstoð frá Fab Lab í Reykjavík, sérfræðingum og aðilum úr atvinnulífinu.

„Það var gífurlega áhugavert að fylgjast með keppendum þróa sínar hugmyndir og ánægjulegt að sjá hversu frjóir og lausnamiðaðir framhaldsskólanemarnir voru. Áskoranirnar sem hóparnir stóðu frammi fyrir eru yfirgripsmiklar og aðdáunarvert að sjá þær lausnir sem kynntar voru fyrir okkur í dómnefndinni. Ekkert Lekkert sigraði í ár og er hópurinn sannarlega vel að titlinum kominn. Hugmyndin smellpassar inn í hugmyndafræði okkar hjá Samkaupum þar sem ljóta grænmetinu er ekki síður gert hátt undir höfði í tengslum við minni sóun. Við hlökkum mikið til að aðstoða þetta unga hugsjónafólk með áframhaldandi þróun þessa þarfa verkefnis,“ sagði Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa, sem auk þess að vera meðal bakhjarla, sat í dómnefndinni í fyrra. 

Nýsköpunarhraðallinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2018 og hverfist þema hvers árs ávallt í kringum eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Það var gífurlega áhugavert að fylgjast með keppendum þróa sínar hugmyndir og ánægjulegt að sjá hversu frjóir og lausnamiðaðir nemarnir voru.
Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs

Samkaupa-appið

Um mitt ár 2021 tóku Samkaup nýtt app í almenna notkun. Þetta er vildarkerfi semhægt er að nota í öllum verslunum Samkaupa, Nettó, Iceland, Krambúðinni ogKjörbúðinni, eða 65 verslunum um allt land. Viðskiptavinir tengja greiðslukort við appið og í hvert skipti sem þeir nota það til að greiða fyrir vörur safna þeir inneign. Reglulega eru vörur auglýstar á sérstöku „apptilboði“ en þá er hægt að fá allt að 50% af vöruverðinu til baka í formi inneignar. Þegar búið er að safna nægri inneign, er hægt að nota hana til að greiða fyrir vörur.

Óhætt er að segja að appið hafi slegið í gegn. Í árslok 2021 voru notendur orðnir um 40.000 og 20% af sölu versl­ana fór í gegn­um appið. Í einni versl­un, Kjörbúðinni Skagaströnd, var hlut­fallið komið upp í 60%. Samkaupa-appið er því strax orðið eitt af stærstu vildarkerfum landsins. Starfsfólki er einnig umbunað með inneign í appinu, t.d. fyrir jólin.

Gunn­ar Eg­ill Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa, sagði í sam­tali við mbl.is í desember að fé­lagið væri þegar komið um hálfa leið í átt að upp­haf­leg­um mark­miðum sín­um með appið, en gert hafði verið ráð fyr­ir að það myndi jafn­vel taka nokk­ur ár. „Þetta er veg­ferð sem var teiknuð upp til langs ­tíma. Við erum kom­in hálfa leið miðað við það sem við töld­um okk­ur geta farið með appið og það á aðeins 6 mánuðum.“ 

Í des­em­ber reyndist jóla­da­ga­tal Samkaupa-appsins mjög vinsælt og jók það notk­un gríðarlega. Þá var ein vara eða vörutegund á sérkjörum hvern ein­asta dag. „Jóla­da­ga­talið er best heppnaða markaðsaðgerðin í tengsl­um við appið og bara besta markaðsaðgerð hjá fyr­ir­tæk­inu frá upp­hafi ásamt heilsu­dög­um Nettó,“ sagði Gunnar og nefndi sem dæmi að fyrsta dag­inn var til­boð á ís­lensku kon­fekti og þann dag jafn­gilti salan 30% af allri kon­fekt­ssölu í des­em­ber 2020.

Árið 2021 var appið mikið notað til að veita starfsmönnum fríðindi og afsláttarkjör. Meðalávinningur hvers starfsmanns ífyrra 173.000 kr. Námu greiðslur Samkaupa til starfsfólks því alls um 220 milljónum króna vegna sérstakra fríðinda sem starfsfólk nýtur, s.s aukaafsláttur við matarinnkaup, inneignir og tækifærisgjafir.

Nýja árið fór vel af stað og Samkaupa-appið er í mikilli sókn. Appið býður upp á marga möguleika og er í stöðugri þróun. 

Við erum kom­in hálfa leið miðað við það sem við töld­um okk­ur geta farið með appið og það á aðeins 6 mánuðum.
Gunn­ar Eg­ill Sig­urðsson, framkvæmdastjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa

Netverslun Nettó

Netverslun Nettó er langstærsta netverslun landsins með matvöru og strax í lok árs 2020 var hlutfall verslunar á netinu orðið jafn hátt og búist hafði verið við að yrði raunin árið 2023.

Í netverslun Nettó er bæði hægt að fá vörur sendar heim og sækja þær í verslanir þar sem búið er að taka þær saman. Aukin sala hefur einnig verið á landsbyggðinni og var ákveðið að opna á netverslun og heimsendingu í öllum landshlutum til að mæta þörfum viðskiptavina. Allar heimsendingar Nettó á höfuðborgarsvæðinu eru keyrðar út á rafbílum og er því almennt umhverfisvænna að panta vörur heim auk þess sem það sparar viðskiptavinum tíma.

Stöðugt fleiri átta sig á kostum þess að panta matinn á netinu írólegheitum og fá hann sendan heim. Það verður enn þægilegra að panta á netinuþegar ný og betri netverslun Nettó opnar á árið 2022.

Allir bílar í netverslun ganga fyrir rafmagni.